Klúbburinn - fyrstu skrefin

Stofnfundur Rotarýklúbbs Reykjavík-Grafarvogs var haldinn 19. júní 2001 í safnaðarsal Gafarvogskirkju við hátíðlega athöfn.

Móðurklúbbur er Rótarýklúbburinn Reykjavík-Árbær. Þetta var klúbbur nr. 29 frá upphafi en sá 28. starfandi því klúbburinn í Stykkishólmi var lagður niður árið 2001 eftir 50 ára starf.

Formaður Rótarýklúbbs Reykjavík-Árbær var Jón Magnússon, formaður útbreiðslunendar Rótarýhreyfingarinnar var Jón Hákon Magnússon og umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar var Steinar Friðgeirsson.

Fyrsti formaður klúbbsins var kosinn Arnar Pálsson, varaforseti Bjarni Kr. Grímsson, viðtakandi forseti Vigdís Stefánsdóttir, ritari Elísabet Gísladóttir og gjaldkeri Gylfi Magnússon.

Stofnfélagar voru 26, fimm konur og 21 karl.

Aðdragandi

Undirbúningur að stofnun kúbbsins hófst þann 28. maí 2001 þegar haldinn var kynningarfundur á vegum Rótarýumdæmisins í Grafarvogskirkju. Á þennan fyrsta fund mættu 13 manns en fundarstjóri var Jón Hákon Magnússon, formaður útbreiðslunefndar. Með honum voru Steinar Friðgeirsson umdæmisstjóri og félagar úr ýmsum klúbbum. Á þessum fundi voru sjö manns skipaðir í sérstaka undirbúningsnefnd. Sú nefnd hélt fjóra fundi áður en stofnfundur var haldinn fjórum vikum síðar. Þá var ákveðið að fundartími nýstofnaðs klúbbs yrði kl. 18.15 á miðvikudögum og fundarstaður Grafarvogskirkja. Alls hóf klúbbstarfið 19 manns og af þeim höfðu þrír starfað áður í rótarý, þeir Gylfi Magnússon, Bjarni Kr. Grímsson og Arnar Pálsson. Þrír bættust við fram að stofnfundi og voru stofnfélagar því 22.

Stofnfélagar:

Arnar Pálsson markaðsfræðingur, Atli Þór Ólason bæklunarlæknir, Bjarni Kr. Grímsson viðskiptafræðingur, Björn Jakob Tryggvason viðskiptafræðingur, Elísabet Gísladóttir rekstrarfræðingur, Gylfi Magnússon verkstjóri, Hallgrímur Sigurðsson, aðstoðarmaður flugumferðarstjóra,  Jóhann Hauksson trésmiður, Jón Þór Sigurðsson vélsmiður, Kjartan Eggertsson tónlistarskólastjóri, Magnús Jónasson framkvæmdastói, Pálín Ósk Einarsdóttir deildarstjóri, Sigfús Þór Elíasson prófessor, Vigdís Stefánsdóttir blaðamaður, Þórir Örn Ólafsson framkvæmdastjóri, Þröstur Magnússon starfsmannastjóri, Björn Viggósson framkvæmdastjói, Guðrún Birgisdóttir verkefnisstjóri, Sigríður Konráðsdóttir fulltrúi, Bjarni Þór Bjarnason prestur, Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri, Friðbert Traustason framkvæmdastjóri SÍB.  Fljótlega bættust við Konráð Gylfason framkvæmdastjóri, Eiríkur Arnarson tæknifræðingur, Jón Rafn Valdimarsson kaupmaður og Arnór Valdimarsson flugvélsstjóri.

 Á fyrsta fundi sem haldinn var þann 5. september voru afhentar gjafir frá móðurklúbbnum, Rótarýklúbbi Akureyrar og Rótarýklúbbi Kópavogs. Tilkynnt var um heimsókn umdæmisstjóra í október og flutt var erindi um umdæmisþingið sem haldið hafði verið í júní.

Fyrsta starfsárið fór í að byggja upp fjölbreytt félagsstarf og var strax lögð áhersla á að heimsækja starfsstöðvar félaga, fá fyrirlesara og skipuleggja samkomur með þáttöku fjölskyldunnar.