Rótarýklúbburinn Rvík- Grafarvogur

Stofnaður fimmtudagur, 31. maí 2001
Klúbburinn 58766 - Rótarýumdæmið á Íslandi - Stofnnúmer

Rótarýklúbburinn Rvík - Grafarvogur

Fyrstu hugmyndir að stofnun klúbbsins vöknuðu í samræðum tveggja stofnfélaga, þeirra Arnars Pálssonar sem var fyrsti forseti klúbbsins og Vigdísar Stefánsdóttur sem tók við forsetaembætti á eftir Arnari. Stofndagur var ákveðinn 19. júní. Það var með fram gert til þess að sýna konum virðingu og einkum konum í rótarý. Móðurklúbbur Grafarvogsklúbbsins er Árbæjarklúbburinn sem reyndist litla, nýja klúbbnum vel fyrstu mánuðina. Fyrsta starfsárið gekk vel, margir komu að verkinu. Fyrsta stjórnin samanstóð af Arnari forseta og Vigdísi viðtakandi forseta, Elísabetu Gísladóttur, Birni Tryggvasyni og Þresti Magnússyni. Fullgildingadagurinn rann upp bjartur og fagur 31. maí 2002 og telst það stofndagur klúbbsins. Fjöldi gesta þáði boð klúbbsins og mikið var talað, borðað og sungið fram eftir kvöldi. Klúbbnum barst talsvert af gjöfum þetta kvöld, m.a. fundahamar og gullslegin bjalla sem hvoru tveggja hefur verið notað síðan á öllum fundum. Fljótlega eftir stofnun klúbbsins var tekinn upp sá siður að forseti valdi sér einkunnarorð. Sá siður hefur haldist og reynir forseti hverju sinni að sjá til þess að starf klúbbsins mótist af einkunnarorðum sínum - þó auðvitað sé þess gætt að einkunnarorð heimsforseta séu í hávegum höfð um leið. Annar siður hefur haldist hjá klúbbnum en hann er að nota ferskeytlu-form fjórprófsins eftir Einar Ragnarsson félaga í Árbæjarklúbbnum.

Fundir hafa verið með léttu yfirbragði, skemmtilegir og síðast en ekki síst fróðlegir. Lögð er áhersla á kynningu starfsgreina, ýmist hjá félögum eða með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir. Reglulega eru fengnir fyrirlesarar. Klúbbstarfið sjálft hefur verið lifandi og tekið nokkrum breytingum, allt eftir áherslum starfandi forseta og stjórnar. Lögð er áhersla á tengingu við fjölskylduna, hverfið og samfélagið. Félagar halda þriggja mínútna erindi og ávallt geta félagar fengið orðið fyrir hjartans mál undir liðnum ,,góðar fréttir". Gestir eru ávallt velkomnir á fundi. 

Félagar í klúbbnum hafa frá stofnun verið um það bil 25. Í dag er um helmingur stofnfélagar en aðrir hafa bæst við eftir því sem árin liðu. Sumir taka sér frí í styttri eða lengri tíma en skilað sér venjulega aftur að leyfi loknu.

Í lok hvers fundar fara fundarmenn með fjórprófið. Við hátíðleg tækifæri fær Kjartan Eggertsson, tónlistarmaður klúbbsins, færi á því að spila undir á meðan fjórprófið er sungið. Í byrjun voru fundir haldnir í Grafarvogskirkju en hin síðari ár í Borgum.

Forsetar frá upphafi:

2026-2027 Björn Jakob Tryggvason

2025-2026 Á. Bergljót Stefánsdóttir

2024-2025 Kjartan Eggertsson

2023-2024 Jón Þór Sigurðsson

2022-2023 Jóhanna María Einarsdóttir

2021-2022 Helgi Helgason

2020-2021 Bjarni Sigurðsson

2019-2020 Þórunn Kristjánsdóttir

2018-2019 Ólafur Ólafsson

2017-2018 Theodór Blöndal

2016-2017 Loftur Már Sigurðsson

2015-2016 Ásta Þorleifsdóttir

2014-2015 Eiríkur Arnarson

2013-2014 Þröstur Magnússon

2012-2013 Kjartan Eggertsson

2011-2012 Björn Viggósson

2010-2011 Elísabet Gísladóttir

2009-2010 Jón Þór Sigurðsson
2008-2009 Pálín Ósk Einarsdóttir
2007-2008 María E. Ingvadóttir
2006-2007 Bjarni Kr. Grímsson
2005-2006 Atli Þór Ólason 
2004-2005 Bjarni Þór Bjarnason 
2003-2004 Björn J. Tryggvason
2002-2003 Vigdís Stefánsdóttir
2001-2002 Arnar Pálsson

Meðlimir

Félagar 20
- Karlar 11
- Konur 9
Paul Harris félagi 15
Gestafélagar 0
Heiðursfélagar 1
Aðrir tengiliðir 0

Heimilisfang

Borgir

Spöngin Grafarvogi
112 Reykjavík
Ísland

rvk-grafarvogur@rotary.is