Rótarýfélagar á klúbbþingi í byrjun apríl 2024. Rætt var um tíðni funda, matarmál, m...
Rótarýdagurinn verður haldinn hátiðlegur þann 23. febrúar n.k. og við vijum nýta dag...
Félagaþróun er eitt stærsta málefni þessa starfsárs. Félögum hefur heldur fækkað og...
Hátíðartónleikar Rótarý verða haldnir í Salnum í Kópavogi klukkan 17:00 þann 1. mars...
1. mar. 2025
Hátíðartónleikar Rótarý fara fram í Salnum í Kópavogi þann 1. mars n.k. Dagskráin h...
Eitt megináhersluatriði Rótarýsamtakanna er vinátta. Vinátta milli félaga, vinátta við félaga í öðrum klúbbum, innanlands og utan. Annað áhersluatriði er þjónusta ofar eigin hag en Rótarýhreyfingin hefur áratugum saman veitt miklu fé og vinnu í stórverkefni eins og því að útrýma barnalömunarveiki (Polío Plus), Styðja við verkefni í vanþróuðum löndum s.s. að grafa brunna þar sem vantar vatn og styðja konur til mennta . Þar fyrir utan eru minni verkefni, hérlendis og erlendis, sem ýmist eru unnin af einum klúbbi eða mörgum (innlendum eða erlendum). Sum eru fjármögnuð af klúbbunum sem vinna verkefnið en önnur með stuðningi alþjóðasamtakanna. Rótarýklúbbur Grafarvogs hefur starfað frá árinu 2001. Í dag eru haldnir vikulegir fundir í Borgum, félagsheimili eldri borgara í Spönginni.
Félagar eru 26 og hittast vikulega yfir veturinn að undanskyldum miðvikudögum sem eru næstir fimmtudagsfrídögum sem og vikuna fyrir jól og vikuna fyrir páska.
Flestir fundanna fara fram í Borgum en reglulega er farið úr húsi, í heimsókn til fyrirtækja, á vinnustaði félaga eða í ferðalög.
Klúbburinn vill gjarnan bæta við félögum og ef þú lesandi góður hefur áhuga, hafðu endilega samband við okkur.
Hátíðartónleikar Rótarý verða haldnir í Salnum í Kópavogi klukkan 17:00 þann 1. mars n.k. Þessir tónleikar eru á vegu...
Félagaþróun er eitt stærsta málefni þessa starfsárs. Félögum hefur heldur fækkað og við þurfum að halda vel á spöðum, ...