Haustferð og heimboð

laugardagur, 15. september 2018 08:00-23:00, Borgir menningarhús Spöngin 43 112 Reykjavík
Fjallabak syðra

Haustferð og heimboð:

Brottför rútu frá ........ klukkan 08:00
Frá Reykjavík verður ekið austur í Rangárvallasýslu, upp Rangárvelli, framhjá Stokkalæk og Keldum, norðan Tindfjalla um Hungurfit, í Emstrur og um Einhyrningsflatir... eða etv. um Álftavatn...háð veðri og vindum... nýjar slóðir niður með Markarfljótinu, fram Fljótshlíð, Markarfljótsaura við Stóra Dímon, Seljalandsfoss,  Áður en haldið er heim á leið býður svo forseti vor heim í kot í sumarbústað Ólafs Ólafssonar að Syðstu-Mörk Vestur Eyjafjöllum. 

Tökum með okkur létta skapið, léttar veitingar og laufléttan bita.