Rótarýfundur

miðvikudagur, 13. mars 2024 18:15-19:30, Borgir félagsmiðstöð, Spöngin 43, 112 Reykjavík, Ísland

Fundir eru haldnir vikulega ca. frá 15.8. til og með ca. 19.6. ár hvert

  Dr Þeódóra A. Thoroddsen er ung kona með framúrskarandi fræðilegan bakgrunn. Hún er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í hugrænum taugavísindum og útskrifaðist með doktorsgráðu í geðlækningum vorið 2022 frá Oxford-háskóla á Bretlandi. Þá hefur hún einnig stundað nám við Stanford-háskóla í Kaliforníu og Columbia-háskólann í New York. Doktorsnám hennar fól í sér rannsóknir á áhrifum ákveðinna lyfja á tilfinningaúrvinnslu í heilanum, svo hægt verði að betrumbæta meðferðarúrræði fyrir fólk með tilfinningaraskanir. Hún starfaði einnig sem rannsóknarfélagi við City-háskólann í Lundúnum, þar sem hún skipulagði stóra klíníska rannsókn á nýrri meðferð við sjálfsskaðahegðun meðal ungmenna á bráðadeildum um alla borgina. Þar á undan aðstoðaði hún við Lifecourse rannsóknina, sem kannaði hvernig samspil lífvísindalegra og félagslegra þátta hefði áhrif á þróun áhættuhegðunar meðal ungmenna. Niðurstöður úr rannsóknum Þeódóru hafa verið birtar og hún hefur hlotið viðurkenningar og styrki fyrir störf sín. Þá hefur hún einnig verið virk í stjórnum og nefndum, og var hún einn stofnenda vefsíðunnar gedfraedsla.is, sem er ætluð til að fræða almenning, þá sérstaklega ungu kynslóðina, um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Þeódóra starfar nú sem ráðgjafi hjá Sveitarfélaginu Árborg, þar sem hún veitir ráðgjöf um geðheilbrigði og velferð ungmenna með það að markmiði að grípa vandann á fyrri stigum. Hún mun halda erindi 13. mars nk. um þau verkfæri sem hún notar í sinni vinnu við að hjálpa ungmennum.  

Dr Þeódóra A. Thoroddsen


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn