Fundarefni í umsjón Björns Óskars Vernarðssonar. Björn heldur fyrirlestur um bardagann á Vínheiði sem Egill Skallagrímsson gerði ódauðlegan þótt það sé ekki almennt viðurkennt af Enskum. Englendingar kalla bardagann Brunanburh og vita ekki hvar var barist, né hver orti ljóðið magnaða um hildarleikinn við Brunanburh. 3ja mínútna erindi verður í höndum Björns Jakobs Tryggvasonar. Fundurinn er nr. 31 á starfsárinu. Fundur nr. 741 frá stofnun klúbbsins.