Laugardaginn 15. september fóru félagar í árlega haustferð. Ferðin var skipulögð af Ástu Þorleifsdóttur sem þekkir landið eins og lófann á sér. Við ókum sem leið lá austur um land og tókum upp félaga á Selfossi og víðar.
Ekið var kring um Tindfjöll, Markarfljótsgljúfur var gengið að hluta og fylgst með kajakaferðum niður flúðir. Ferðin endaði í bústað forseta þar sem fram voru bornar veitingar og drykkir við hæfi. Það voru þreyttir en hamingjusamir félagar sem stigu úr rútunni við Borgir um miðnætti.