Búlgaría - landkynning

miðvikudagur, 27. október 2021

Á. Bergljót Stefánsdóttir

Galina Andersen sem er frá Búlgaríu sagði frá landinu sínu, sögu þess og matarmenningu. Hún kom til Íslands upphaflega sem skiptinemi. Hún starfaði í ferðaiðnaði í Búlgaríu og kynnstist íslendingum þar sem ferðamönnum. Hún sagði frá því hvernig það atvikaðist að hún kom upphaflega til Íslands en hún býr nú hér með sinni fjölskyldu. Áhugavert erindi og gaman að fræðast um sögu þessa lands.