Haustið 82

miðvikudagur, 20. október 2021

Á. Bergljót Stefánsdóttir

Ásdís Ingólfsdóttir kynnti nýútkomna skáldsögu sína „Haustið 82“ og las upp úr henni við góðar undirtektir klúbbfélaga. Hún sagði frá starfsferli sínum og menntun og þeirri þörf sinni að skrifa. Mynduðust skemmtilegar umræður í kjölfarið en að lokum las hún úr áður útgefinni ljóðabók „Dóttir           sjóntækjafræðingsins“. Ánægjulegur fundur í alla staði.