Úlfarsárdalur-menningarmiðstöð

miðvikudagur, 1. nóvember 2023

Jón Sigurðsson forseti

Rótarýklúbbur Reykjavík Grafarvogur heimsótti Íþrótta og menningar mannvirki Reykjavíkurborgar í Úlfarsárdal miðvikudaginn 1.11.2023.

Einar Hjálmar Jónsson hafði veg og vanda að heimsókninni en arkitekt hússins Heba Hartvig og leiddi rótarýfélaga um bókasafn, skóla, sundlaug og íÞróttaaðstöðu sem allt er í sömu byggingunni.

  Leik- og grunnskólinn í Úlfarsárdal er einn hluti stærra verkefnis, Miðstöð menntunar, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal. Leikskólinn, sem er 819 m2, var fyrsti áfangi og var tekinn í notkun í ágústlok 2016 og þá fyrst um sinn notaður fyrir grunnskólanema. Annar áfangi er grunnskóli og frístundaheimili, samtals 6582 m2, var tekin í notkun haustið 2019.
Skólabyggingin sem stendur neðst í Úlfarsárdal er í góðum tenglsum við aðliggjandi íbúðabyggð. Á neðri hæð skólans er inngangur og kennslustofur eldri deilda leikskóla og yngri nemenda skólans. Þar á milli fléttast frístundamiðstöð og vinnuaðstaða kennara. Matsalur og eldhús eru á neðri hæð, næst menningarmiðstöð voru tekin í notkun í byrjun árs 2020. Á efri hæð skólans eru skrifstofur og aðstaða starfsfólks, smiðja og nátturvísindastofa ásamt inngangi og kennslustofum eldri nemenda. Þar er félagsaðstaða unglinga og tónlistarskóli í góðum tengslum við sal menningarmiðstöðvar.  

Handavinna nemenda Dalskóla

Útisundlaug

Rótarýfélagar ásamt arkitektinum Hebu Hertvig

Upplýstur keppnisvöllur og stúka