Rótarýklúbbur Reykjavík-Grafarvogur lagði Rótarýsjóðnum til annað hæsta framlag í Annual Fund miðað við félagafjölda starfsárið 2022-2023. Klúbburinn hefur undanfarin ár lagt sjóðnum til framlög og oftar en ekki verið í efstu þremur sætunum miðað við félagafjölda. Við teljum það skyldu okkar að leggja sjóðnum til fé enda er það grunnurinn að þeim frábæru verkefnum sem Rótarý stendur fyrir. VILJI ER ALLT SEM ÞARF!!