Stóri plokkdagurinn 2024
sunnudagur, 5. maí 2024
Vigdís Fjóla Stefánsdóttir
Það viðraði vel til plokks síðasta sunnudag í apríl en þá stóð rótarýhreyfingin fyrir plokki um allt land. Í Grafarvogi hófst dagurinn á því að fólk safnaðist saman fyrir ofan Gullinbrú og fengu þar plokktöng, poka og vesti.
Góðir gestir komu í plokkið. Þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogi, Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra, Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý og auðvitað sjálfur upphafsmaður plokksins, Einar Bárðarson rótarýfélagi.
Þar að auki voru félagar úr klúbbnum og bæði tví- og fjórfættir gestir.
Plokkað var frá Gullinbrú að Gufunesi þar sem fírað var upp í grillinu og gestir og gangandi nutu þess að borða pylsur í góða veðrinu.
Plokkdagurinn mikli 28. apríl 2024
Hópurinn í upphafi plokks
Jón Þór Sigurðsson leggur af stað
Grillað
Veðrið var dásamlegt
Undirbúningur á fullu