
Fundarefni í umsjón Helga Helgasonar
3ja mínútna erindi Guðrún Ýrr Tómasdóttir
Fundur nr. 14 á starfsárinu.
Fundur nr 724 frá stofnun klúbbsins.
Þórarinn Þórarinsson arkitekt segir frá aðdraganda að og rannsóknum í Skipholtskróki á Kili í framhaldi af uppgötvun Giancarlo Gianazza verkfræðings frá Monza á Ítalíu að sagnaljóð Dante Alighieri, Divina Comedia sem fjallar um ferð skáldsins til Íslands um aldamótin 1300 og efst upp á Kjöl þar sem hann öðlast himneska hugljómun. Spurningin er hvort annað liggi að baki og hann sé að vísa í eitthvað meira og veraldlegra. Þórarinn Þórarinsson, Ítalinn Giancarlo Gianazza og félagar hafa fengið leyfi til áframhaldandi rannsókna á Skipholtskróki á Kili en leit þeirra að því sem margir segja vera leitina að hinum heilaga kaleik hefur staðið yfir síðan 2004. Leitin á Skipholtskróki er Þórarni mikið hugðarefni en hún byggist á vísbendingum sem Gianazza hefur lesið úr fornum heimildum eftir aðila á borð við Dante Alighieri og Leonardo da Vinci