Rótarýfundur - Sjálfstæði í skugga hörmunga

miðvikudagur, 14. nóvember 2018 18:15-19:30, Borgir félagsmiðstöð Spöngin 43 112 Reykjavík
Gunnar Þór Bjarnason
Gunnar Þór Bjarnason og mun kynna bók sína:  /Sjálfstæði í skugga hörmunga./   Um þessar mundir kemur út bókin /Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918/. Höfundur mun kynna bókina og jafnframt segja frá þjóðlífi í skugga heimsstyrjaldar, frostavetrar, Kötlugoss og spænsku veikinnar.

Gunnar Þór Bjarnason er sagnfræðingur, kenndi í fjölda ára við Fjölbrautaskólann í Breiðholti auk þess að sinna stundakennslu við Háskóla Íslands. Hann hefur á undanförnum árum einbeitt sér að bókarskrifum og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir bókina /Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918/.
Fundarefni verður í umsjá Atla Þórs Ólasonar.
3ja mínútna erindi flytur Guðrún Ýrr Tómasdóttir.

Fundur nr. 13 á starfsárinu.  Fundur nr 723 frá stofnun klúbbsins.