Miðvikudaginn 7. nóvember kemur Björn Lárus Örvar, einn af stofnendum ORF Líftækni sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem m.a. eru notuð í BIOEFFECT húðvörulínu fyrirtækisins og seld er til læknisfræðilegra rannsókna.ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Öll framleiðslan fer fram í húsakynnum ORF Líftækni í Víkurhvarfi og í gróðurhúsi fyrirtækisins á Reykjanesi.BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru seldar í um 30 löndum. Fyrirtækið er á góðu skriði og mun á þessu ári selja vörur fyrir hátt í tvo milljarða.Björn Lárus Örvar er doktor í sameindaerfðafræði, gegnir starfi framkvæmdastjóra rannsókna og nýsköpunar hjá ORF og mun fræða okkur um starfsemina.
Fundur nr. 12 á starfsárinu. nr. 722 frá stofnun klúbbsins.
Matseðill: BBQ-appelsínu kjúklingabringur með bakaðri kartöflu, grænmeti og kaldri hvítlaukssósu. Oumph í BBQ-appelsínusósu með bakaðri kartöflu, grænmeti og kaldri hvítlaukssósu.