Fyrirlesari kvöldsins er Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi og rithöfundur. Jakob mun kynna bók sína "Jón Gunnarsson - Ævisaga". Fáir menn hafa markað jafndjúp spor í atvinnusögu Íslendinga á tuttugustu öld og Jón Gunnarsson, húnvetnski sveitastrákurinn sem lauk verkfræðiprófi frá Massachusets Institue of Technology (MIT) árið 1930. Síðan forstóri Síldarverksmiðja rikisins, Coldwater Seafood og Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Fundurinn er nr. 19 á starfsárinu. Fundur nr. 729 frá stofnun klúbbsins.