Rótarýfundur - Orka heimilanna og raforkumarkaðurinn á Íslandi

miðvikudagur, 16. janúar 2019 18:15-19:30, Borgir félagsmiðstöð Spöngin 43 112 Reykjavík
Loftur Már Sigurðsson mun segja frá stofnun Orku heimilanna og starfsemi. Loftur mun einnig koma inn á raforkumarkaðinn á Íslandi. Markmið Orku heimilanna er að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði og bjóða lægra verð á rafmagni fyrir heimili og smærri rekstraraðila um land allt. Í krafti fjöldans og með lágmarks yfirbyggingu er þetta mögulegt. Um árabil hafa fyrirtæki notið samkeppni á raforkumarkaði en lítil samkeppni verið á rafmagni fyrir heimilin. Markmið Orku heimilanna er að breyta þessu svo að heimilin fái notið samkeppninnar.  Þriggja mínútna erindi heldur Kristján Gunnarsson.  Fundurinn er nr. 20 á starfsárinu. Fundur nr. 730 frá stofnun klúbbsins.